Gary Lineker vill banna orðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:00 Gary Lineker er komin með nóg af umræðunni um að fótboltinn sé að koma heim. Þau færi bara ill álög yfir enska landsliðð. EPA-EFE/WILL OLIVER Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn. Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira