Tónlist

Heita á Eurovision

Heitið hefur verið allt að tveimur og hálfri milljón króna á hópinn sem tekur þátt í Eurovision-keppninni í Helsinki í vor. Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur lagsins Ég les í lófa þínum eða Valentine Lost eins og það útleggst á ensku, hefur skrifað undir samstarfssamning við SPRON. Með samningnum verður fyrirtækið bakhjarl Eurovision-hópsins.

Tónlist

Teitur á Íslandi

Pétur Ben og hinn færeyski Teitur halda tónleika í Fosstúni í Borgarfirði á föstudag á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Þetta eru fyrstu tónleikar Teits á Íslandi. Hann hefur notið alþjóðlegrar velgengni undanfarið og hefur önnur plata hans, Stay Under the Stars, hlotið verðskuldaða athygli. Fór lagið Louis Louis m.a. í fyrsta sæti iTunes-spilunarlistans í Danmörku.

Tónlist

Hot Chip hitar upp fyrir Björk

Breska hljómsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll 9. apríl. Hot Chip hefur tvívegis spilað hér á landi við góðar undirtektir. Plata sveitarinnar, The Warning, var ofarlega á mörgum árslistum yfir þær bestu í fyrra og var hún m.a. tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Á meðal þekktustu laga hennar eru Over & Over, And I Was a Boy From School og Colours.

Tónlist

Hættu við tónleika

Bandarísku rappararnir Snoop Dogg og P Diddy hafa hætt við sameiginlega tónleika sína í Bretlandi eftir að Snoop var neitað um landvistarleyfi í landinu. Áttu þeir m.a. að koma fram í London og í Manchester.

Tónlist

Úr kökubasar í þrenna tónleika

Í kvöld og annað kvöld verða haldnir þrennir tónleikar undir yfirskriftinni „Ljóslifandi" í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára, eftir fimm ára hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm.

Tónlist

Snoop og Diddy aflýsa tónleikum í Bretlandi

Snoop Dogg og P Diddy hafa ákveðið að hætta við tónleikahald í Bretlandi en Snoop hefur verið synjað um vegabréfsáritun. Talsmaður rapparanna hefur sagt að nú hafi allt verið reynt til að fá ákvörðuninni um synjunina snúið við. Snoop og Diddy áttu að halda tónleika á Wembley í London í kvöld og svo í Cardiff, Manchester, Glasgow og Nottingham næstu daga.

Tónlist

Miðasala á Björk hefst á morgun

Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar.

Tónlist

Eivör sigraði

Eivör Pálsdóttir var sigurvegari í lagakeppni sem Norðurlandahúsið í Færeyjum blés til á meðal færeyskra tónlistarmanna í tengslum við tónlistarhátíðina Atlantic Music Event, sem verður haldin í Færeyjum, Íslandi, Danmörku og líklega á Englandi á þessu ári. Hérlendis verður hátíðin haldin á Nasa næstkomandi laugardag.

Tónlist

Íslensk leikkona í skrýmslamynd Lordi

„Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture.

Tónlist

Góðir taktar Ólafar

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hélt útgáfutónleika á Nasa fyrir skömmu til að kynna sína fyrstu sólóplötu, Við og við. Platan hefur hlotið fínar viðtökur og þykir Ólöf sýna þar mjög góða takta.

Tónlist

Tvennir tónleikar Mezzoforte

Leikkonan Scarlett Johansson skellti sér í brasilískt vax á dögunum. Scarlett segir í viðtali við tímaritið Hot Stars að hún hafi ákveðið að prófa þetta eftir að hafa heyrt svo marga tala um vaxið. Brasilískt vax felur í sér að öll líkamshár eru fjarlægð af viðkvæmustu líkamshlutum kvenna og svæðinu þar í kring.

Tónlist

Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur

Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum.

Tónlist

Messa frá átakatímum

Nú er tími kóranna. Selkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum hélt stórtónleika í Seljarnarneskirkju á Valhúsahæð í gærkvöldi og var þar á dagskrá svonefnd Nelson-messa eftir Haydn. Verður annar flutningur á messunni á sama stað annað kvöld.

Tónlist

Snoop Dogg fær ekki vegabréfaáritun

Rapparanum og Íslandsvininun Snoop Dogg hefur verið synjað um vegabréfaáritun í Bretlandi. Þar ætlaði hundurinn gamli að koma við á Evrópuferð sinni. Hann reynir nú að fá ákvörðuninni breytt. Snoop, sem er 35 ára var handtekinn á Heathrow-flugvelli á síðasta ári fyrir að valda ólátum.

Tónlist

Sir Elton sextugur í dag

Sir Elton John heldur í kvöld risa-afmælisveislu en hann er sextugur í dag. Í tilefni afmælisins heldur poppkóngurinn risatónleika í Madison Square Garden í New York. Þetta er einmitt í sextugasta sinn sem hann heldur tónleika þar. Eftir tónleikana heldur svo Sir Elton veislu fyrir vini sína á Manhattan.

Tónlist

Veglegir tónleikar

Kvennakór Kópavogs fagnar fimm ára afmæli sínu með tónleikum í Salnum í dag. Kórinn var stofnaður af Natalíu Chow Hewlett. Fjöldi kórkvenna hefur verið breytilegur þessi fimm ár, síðustu misserin um 35-45 konur. Kórinn hefur keppt að því frá stofnun að taka þátt í kórakeppninni Musica Mundi í Búdapest og í apríl láta kórfélagar þann draum sinn rætast og ferðast þangað austur til að reyna sig við raddir meginlandsins.

Tónlist

Björk á Íslandi

Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar.

Tónlist

Low tekur eitt skref til baka

Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir.

Tónlist

Yoko Ono: Yes, I‘m a Witch - fjórar stjörnur

Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Tónlist

Ný ópera í Skagafirði

Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum.

Tónlist

Pétur og úlfurinn gefinn út

Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra.

Tónlist

Seldist upp í forsölu

Uppselt er í forsölu á útgáfutónleika Gusgus og Petters Winnberg úr Hjálmum sem verða haldnir á Nasa á laugardagskvöld. Þá verður ár liðið síðan Gusgus spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem voru einnig haldnir á Nasa.

Tónlist

KK úr leik með blóðeitrun

KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku.

Tónlist

Það er svo stutt út á hafið, sko - Björk í viðtali um Volta

Björk Guðmundsdóttir er á barmi heimsreisu með stóra hljómsveit til að kynna nýtt safn tíu laga sem koma á út hinn 7. maí. Safnið kallar hún Volta. Nú standa yfir æfingar og undirbúningur fyrir heimsferðina og hefur listakonan þegar bókað sig á lykilhátíðir vorsins og sumarsins, vestan hafs og austan. Volta markar einn eitt skref í þroska þessa séríslenska en alþjóðlega listamanns. Páll Baldvin Baldvinsson hitti hana stundarkorn í gær og heyrði hvernig hún er stemmd á þessum áfanga.

Tónlist

Færeysk hátíð í annað sinn

Færeysk tónlistarhátíð verður haldin á Nasa á laugardaginn 31. mars undir nafninu Atlantic Music Event. Undanfarin ár hefur hún verið haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku við góðar undirtektir.

Tónlist

Músíktilraunir fara vel af stað

Músíktilraunir hófust í 25. skiptið síðastliðið mánudagskvöld í Loftkastalanum. Alls taka 48 hljómsveitir þátt í keppninni í ár en í kvöld fer fram fjórða undanúrslitakvöldið og hið seinasta fer síðan fram annað kvöld.

Tónlist

Nick Cave: Grinderman - fjórar stjörnur

Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans.

Tónlist

Offertorium

Sif Tulinius leikur fiðlukonsert eftir tónskáldið Sofiu Gubaidulinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld. Gubaidulina hefur um áratugaskeið verið í fremstu röð kventónskálda í heiminum en Sif leikur konsertinn Offertorium.

Tónlist

Sökuð um svindl í Eurovision

Hljómsveitin Scooch, sem vann undankeppni Eurovision í Bretlandi, hefur verið sökuð um að hafa einungis þóst syngja sigurlagið. Sveitin hafði tvo bakraddasöngvara baksviðs sem enginn sá og vakti það mikla hneykslan meðal annarra keppenda. Á meðal þeirra voru Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, og Brian Harvey, sem var áður í strákasveitinni East 17.

Tónlist

Vaknaðu

Örfáir miðar eru eftir á styrktartónleika gegn átröskun sem fram fara á Nasa 1. apríl. Miðasala hefur farið ótrúlega vel af stað og stefnir allt í að uppselt verði í þessari viku. Björk – Mugison – Lay Low – Pétur Ben - KK – Magga Stína – Wulfgang - Esja koma fram á tónleikunum.

Tónlist