Viðskipti erlent

Tveir draugar seldir á uppboði á Nýja Sjálandi

Tveir draugar á flöskum voru seldir á uppboði á Nýja Sjálandi fyrir um 250.000 kr. Samkvæmt frétt í Daily Telegraph voru draugarnir fangaðir í húsi Avie Woodbury í Christchurch þegar særing fór fram þar í fyrra. Hún ákvað síðan að bjóða þá upp.

Viðskipti erlent

Lénið sex.com sett á uppboð

Klám selur og þá sérstaklega á netinu. Það vita eigendur verðmætasta lénsins á netinu, sex.com, og því hafa þeir ákveðið að setja lénið á uppboð. Uppboðið hefst á lágmarksboði upp á eina milljón dollara eða um 128 milljónir kr. en það verður haldið í næstu viku.

Viðskipti erlent

Actavis býður Ratiopharm upp á kauphallarskráningu

Actavis hefur boðið stjórn þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm kauphallarskráningu á sameinuðu fyrirtæki fari svo að Ratiopharm samþykki Actacvis sem kaupenda. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að tilboðið sé aðaltromp Actavis í baráttunni við að kaupa Ratiopharm.

Viðskipti erlent

Rætt um að evruríkin stofni sérstakan gjaldeyrissjóð

Evruríkin ættu að velta því vandlega fyrir sér hvort þörf sé á því evrópskri stofnun, sambærilegri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, til þess að forðast nýtt áfall líkt og hrun Grikklands. Þetta segir Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, í samtali við þýska blaðið Welt.

Viðskipti erlent

Sigurbjörn Þorkelsson hættir hjá Nomura Holdings

Sigurbjörn Þorkelsson hefur látið af störfum hjá Nomura Holdings en þar starfaði hann sem yfirmaður hlutabréfadeildar fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið. Sigurbjörn fór til Nomura í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008 þegar Nomura yfirtók rekstur Lehman.

Viðskipti erlent

Von á tilboði Actacvis í Ratiopharm í dag

Von er á tilboði Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í dag að því er segir í frétt á Reuters um málið. Actavis keppir um kaupin á Ratiopharm við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.

Viðskipti erlent

Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans

Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.

Viðskipti erlent

Hjálparhöndin enn til staðar

Seðlabanki Evrópu og Englands ákváðu báðir í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Stýrivextir Englandsbanka standa í hálfu prósenti en á evrusvæðinu í einu prósenti. Vextir Englandsbanka hafa ekki verið lægri í nokkur hundruð ár.

Viðskipti erlent

Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku

Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau.

Viðskipti erlent

Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr.

Viðskipti erlent

Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu

Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.

Viðskipti erlent

Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku

Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%.

Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum

Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.

Viðskipti erlent

Nissan innkallar hálfa milljón bíla

Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna.

Viðskipti erlent

Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið

Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar.

Viðskipti erlent