Viðskipti erlent

Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi

Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands.

Viðskipti erlent

Bretar reyna að bjarga bankakerfinu

Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur.

Viðskipti erlent

Norðmenn undirbúa sig fyrir umsókn Íslands í ESB

Norska sjávarútvegsráðuneytið undirbýr sig nú fyrir væntanlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópubandalaginu. "Við trúum því að skynsamlegt sé að vera undirbúin fyrir þetta," segir Magnor Nerheim skrifstofustjóri ráðuneytisins í samtali við Aftenposten.

Viðskipti erlent

Asísk hlutabréf hækka í verði

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun og leiddu fjármálafyrirtæki þá hækkun. Bréf japanska bílaframleiðandans Honda hækkuðu samhliða veikingu jensins þar sem rúmlega helmingur sölutekna fyrirtækisins á rót sína í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Circuit City lokar hátt í 600 verslunum

Raftækjaverslunarkeðjan Circuit City tilkynnti í gær að verslunin myndi loka 567 verslunum í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 34 þúsund störf munu tapast. Áður höfðu eigendur fyrirtækisins gert árangurslausa tilraun til að selja það.

Viðskipti erlent

Hækkun á Wall Street í dag

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag og er ástæðan einkum rakin til hækkunar á orkufyrirtækjum eftir að ljóst varð að olía væri örlítð að hækka í verði. Einnig er talið að fjárfestar horfi björtum augum á ýmsar björgunaraðgerðir í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent

Bankarisi í algjörum mínus

Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár.

Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu eftir dimma viku

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir fremur dapra viku. Japanska jenið veiktist töluvert gagnvart dollaranum sem skilaði sér í aukinni sölu japansks varnings í Bandaríkjunum og víðar. Þetta leiddi til hækkunar japanskra tæknifyrirtækja og bílaframleiðenda og þokaðist Nikkei-vísitalan upp um 2,1 prósent. Bréf Honda-verksmiðjanna hækkuðu einna mest eða um 7,4 prósent.

Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 3%

Danski seðlabankinn (Nationalbanken) tók aðeins dýpra í árinni en evrópski seðlabankinn og lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 3%. Minnkaði þar með munurinn á vöxtum þessara banka eins og sérfræðingar höfðu raunar gert ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta fyrir stundu og standa þeir nú í sléttum 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri síðan í jólamánuðinum 2005.

Viðskipti erlent

Hrun íslensku bankanna gæti breytt bankalöggjöf ESB

Hrun íslenska bankakerfisins gæti leitt til þess að bankalöggjöf Evrópusambandsins verði breytt. Töluverð umræða hefur verið um málið innan ESB, einkum þá staðreynd að íslensku bönkunum var leyft að blása út í nokkrum ESB löndum án þess að hafa nægilega sterkan bakhjarl heimafyrir.

Viðskipti erlent