Viðskipti erlent Asíubréf lækka - hátæknifyrirtækin blæða Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og má að hluta rekja þá lækkun til frétta af tapi hjá Sony og Samsung en bréf fyrrnefnda fyrirtækisins lækkuðu um sjö prósent í kjölfar tilkynningar um rekstrarhalla, þann fyrsta í 14 ár. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:07 Apple blæs á svartsýnisspár Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Viðskipti erlent 23.1.2009 06:00 Sony tapar í fyrsta sinn í 14 ár Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.1.2009 09:39 Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun eftir að seðlabanki Japans gaf það út að til skoðunar væri að hann keypti skuldabréf fyrirtækja til að koma í veg fyrir algjöra lánsfjárþurrð þeirra. Útflutningur Japana dróst saman um 35 prósent í desember samkvæmt nýrri skýrslu en það gefur til kynna að efnahagskreppan leggist enn þyngra á japanska hagkerfið en talið hafði verið og dragi úr áhuga fjárfesta á þarlendum fyrirtækjum. Viðskipti erlent 22.1.2009 07:56 Forstjóri settur til hliðar Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Viðskipti erlent 22.1.2009 05:00 Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Viðskipti erlent 21.1.2009 16:36 Íbúðir seldar á hálfvirði í Danmörku Fasteignamarkaðurinn í Danmörku er svo djúpfrosinn í augnablikinu að fólk reynir að selja íbúðir sínar á hálfvirði. Og í einstöku tilfellum er gefinn allt að 65% afsláttur frá skráðu verði. Viðskipti erlent 21.1.2009 15:58 Feng shui meistari segir markaði róast á ári uxans Fjárfestar um allan heim geta nú tekið gleði sína upp að nýju eftir anno horribiles í fyrra. Feng shui meistari í Hong Kong segir að fjármálamarkaðirnir muni róast á ári uxans sem brátt gengur í garð. Viðskipti erlent 21.1.2009 13:34 Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:27 ESB samþykkir ríkisábyrgð Finna gagnvart Kaupþingi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú samþykkt ríkisábyrgð á innistæðum Kaupþings í Finnlandi. Fréttastofan greindi frá misvísandi fréttum um málið í gærdag en nú mun þetta komið á hreint. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:02 Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 11:26 Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:59 Bank of Montreal dregur Landsbankann að landi Kanadíska sjávarréttafyrirtækið High Liner Foods hefur samið við Bank of Montreal um að bankinn taki yfir sem einn af aðallánveitendum fyrirtækisins í stað gamla Landsbankans. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:41 Bankastjóri Danske Bank notaði innistæður í lottó og veðmál Einn af bankastjórum Danske Bank í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa tekið af innistæðum viðskiptavina bankans til að spila í lottó og stunda veðmál. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:24 Forstjóra JJB Sports vikið frá störfum Stjórn verslunarkeðjunnar JJB Sports hefur ákveðið að víkja Chris Ronnie forstjóra keðjunnar tímabundið frá störfum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum á hann vart afturkvæmt í starfið. Viðskipti erlent 21.1.2009 09:10 Asíubréf lækkuðu í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og fundu fjármálafyrirtæki og málmframleiðendur mest fyrir lækkuninni. HSBC-bankasamsteypan, sem á tvo banka í Hong Kong, lækkaði um 3,5 prósent og stærsta líftryggingafyrirtæki Kína um 5,9 prósent í kjölfar yfirlýsingar þess um að tekjur þess muni dragast saman um nær helming milli ára. Viðskipti erlent 21.1.2009 07:55 Bandarísk hlutabréf hríðféllu í gær Bandarísk hlutabréf hríðféllu í verði í gær og er áhyggjum af hag bankastofnana kennt um. Svo mikil var lækkunin að Dow Jones-vísitalan hefur aldrei fallið jafnmikið, þann dag sem bandarískur forseti sver embættiseið, þau 112 ár sem liðin eru síðan vísitalan var fyrst gefin út árið 1896 en hún féll um fjögur prósent. Viðskipti erlent 21.1.2009 07:34 Dregur úr verðbólgu Verðbólga mældist 3,1 prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar, sem birtar voru í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 05:00 Bréf í LBG hríðféllu í verði Hlutabréf í Lloyds Banking Group lækkuðu gríðarlega í dag, enda aukast áhyggjur af fjármálakerfi Bretlands dag frá degi. Viðskipti erlent 20.1.2009 21:28 Bresk þingnefnd rannsakar innlán í íslensku bönkunum Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Viðskipti erlent 20.1.2009 15:18 Erfiðleikar Breta koma við kaunin á Íslendingum Slæm staða breska hagkerfisins kemur sér illa fyrir hið íslenska en Bretland er afar mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Viðskipti erlent 20.1.2009 12:50 Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Viðskipti erlent 20.1.2009 10:01 Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Visa Europe tapaði rúmlega 40 milljónum kr. á falli Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi þegar að bankinn féll í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Viðskipti erlent 20.1.2009 09:38 Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú á hraðleið niður í 30 dollara á tunnuna. Á markaðinum í New York er verðið komið undir 34 dollara og Goldman Sachs gerir ráð fyrir að verðið verði í rúmum 32 dollurum fyrir mánaðarmótin. Viðskipti erlent 20.1.2009 09:28 Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og það sama gerðu bréf á Wall Street og í Bretlandi í gær eftir að fréttir bárust af gríðarlegu tapi Skotlandsbanka en fjárfestar óttast að mun fleiri fjármálastofnanir séu á sömu leið. Viðskipti erlent 20.1.2009 08:08 Breskir bankar á fallandi fæti Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Viðskipti erlent 20.1.2009 03:00 Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Bankasamningur sá sem sportvörukeðjan JJB Sport gerði við þrjá viðskiptabanka sína í desember mun kosta keðjuna 8,3 milljón pund eða um 1,5 milljarð kr. aukalega í gjöldum. Viðskipti erlent 19.1.2009 16:25 Íhaldsstjóri ráðlagði Bretum að leggja inn á Icesave Michael Spencer fjármálastjóri breska Íhaldsflokksins ráðlagði sveitarstjórnum í Bretlandi að leggja fé sitt inn á Icesave reikninga Landsbankans þar í landi og Edge hjá Kaupþingi. Jafnframt þáði hann umboðslaun frá þessum bönkum fyrir hvern viðskiptavin sem hann útvegaði þeim. Viðskipti erlent 19.1.2009 15:26 Christie´s finnur fyrir kreppunni, rekur 800 starfsmenn Hið þekkta uppboðshús Christie´s finnur fyrir kreppunni eins og önnur alþjóðleg fyrirtæki og hefur nú ákveðið að reka 800 af stasrfsmönnum sínum. Viðskipti erlent 19.1.2009 14:26 Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands. Viðskipti erlent 19.1.2009 13:59 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Asíubréf lækka - hátæknifyrirtækin blæða Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og má að hluta rekja þá lækkun til frétta af tapi hjá Sony og Samsung en bréf fyrrnefnda fyrirtækisins lækkuðu um sjö prósent í kjölfar tilkynningar um rekstrarhalla, þann fyrsta í 14 ár. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:07
Apple blæs á svartsýnisspár Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Viðskipti erlent 23.1.2009 06:00
Sony tapar í fyrsta sinn í 14 ár Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.1.2009 09:39
Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun eftir að seðlabanki Japans gaf það út að til skoðunar væri að hann keypti skuldabréf fyrirtækja til að koma í veg fyrir algjöra lánsfjárþurrð þeirra. Útflutningur Japana dróst saman um 35 prósent í desember samkvæmt nýrri skýrslu en það gefur til kynna að efnahagskreppan leggist enn þyngra á japanska hagkerfið en talið hafði verið og dragi úr áhuga fjárfesta á þarlendum fyrirtækjum. Viðskipti erlent 22.1.2009 07:56
Forstjóri settur til hliðar Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Viðskipti erlent 22.1.2009 05:00
Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Viðskipti erlent 21.1.2009 16:36
Íbúðir seldar á hálfvirði í Danmörku Fasteignamarkaðurinn í Danmörku er svo djúpfrosinn í augnablikinu að fólk reynir að selja íbúðir sínar á hálfvirði. Og í einstöku tilfellum er gefinn allt að 65% afsláttur frá skráðu verði. Viðskipti erlent 21.1.2009 15:58
Feng shui meistari segir markaði róast á ári uxans Fjárfestar um allan heim geta nú tekið gleði sína upp að nýju eftir anno horribiles í fyrra. Feng shui meistari í Hong Kong segir að fjármálamarkaðirnir muni róast á ári uxans sem brátt gengur í garð. Viðskipti erlent 21.1.2009 13:34
Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:27
ESB samþykkir ríkisábyrgð Finna gagnvart Kaupþingi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú samþykkt ríkisábyrgð á innistæðum Kaupþings í Finnlandi. Fréttastofan greindi frá misvísandi fréttum um málið í gærdag en nú mun þetta komið á hreint. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:02
Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 11:26
Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:59
Bank of Montreal dregur Landsbankann að landi Kanadíska sjávarréttafyrirtækið High Liner Foods hefur samið við Bank of Montreal um að bankinn taki yfir sem einn af aðallánveitendum fyrirtækisins í stað gamla Landsbankans. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:41
Bankastjóri Danske Bank notaði innistæður í lottó og veðmál Einn af bankastjórum Danske Bank í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa tekið af innistæðum viðskiptavina bankans til að spila í lottó og stunda veðmál. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:24
Forstjóra JJB Sports vikið frá störfum Stjórn verslunarkeðjunnar JJB Sports hefur ákveðið að víkja Chris Ronnie forstjóra keðjunnar tímabundið frá störfum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum á hann vart afturkvæmt í starfið. Viðskipti erlent 21.1.2009 09:10
Asíubréf lækkuðu í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og fundu fjármálafyrirtæki og málmframleiðendur mest fyrir lækkuninni. HSBC-bankasamsteypan, sem á tvo banka í Hong Kong, lækkaði um 3,5 prósent og stærsta líftryggingafyrirtæki Kína um 5,9 prósent í kjölfar yfirlýsingar þess um að tekjur þess muni dragast saman um nær helming milli ára. Viðskipti erlent 21.1.2009 07:55
Bandarísk hlutabréf hríðféllu í gær Bandarísk hlutabréf hríðféllu í verði í gær og er áhyggjum af hag bankastofnana kennt um. Svo mikil var lækkunin að Dow Jones-vísitalan hefur aldrei fallið jafnmikið, þann dag sem bandarískur forseti sver embættiseið, þau 112 ár sem liðin eru síðan vísitalan var fyrst gefin út árið 1896 en hún féll um fjögur prósent. Viðskipti erlent 21.1.2009 07:34
Dregur úr verðbólgu Verðbólga mældist 3,1 prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar, sem birtar voru í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 05:00
Bréf í LBG hríðféllu í verði Hlutabréf í Lloyds Banking Group lækkuðu gríðarlega í dag, enda aukast áhyggjur af fjármálakerfi Bretlands dag frá degi. Viðskipti erlent 20.1.2009 21:28
Bresk þingnefnd rannsakar innlán í íslensku bönkunum Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Viðskipti erlent 20.1.2009 15:18
Erfiðleikar Breta koma við kaunin á Íslendingum Slæm staða breska hagkerfisins kemur sér illa fyrir hið íslenska en Bretland er afar mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Viðskipti erlent 20.1.2009 12:50
Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Viðskipti erlent 20.1.2009 10:01
Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Visa Europe tapaði rúmlega 40 milljónum kr. á falli Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi þegar að bankinn féll í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Viðskipti erlent 20.1.2009 09:38
Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú á hraðleið niður í 30 dollara á tunnuna. Á markaðinum í New York er verðið komið undir 34 dollara og Goldman Sachs gerir ráð fyrir að verðið verði í rúmum 32 dollurum fyrir mánaðarmótin. Viðskipti erlent 20.1.2009 09:28
Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og það sama gerðu bréf á Wall Street og í Bretlandi í gær eftir að fréttir bárust af gríðarlegu tapi Skotlandsbanka en fjárfestar óttast að mun fleiri fjármálastofnanir séu á sömu leið. Viðskipti erlent 20.1.2009 08:08
Breskir bankar á fallandi fæti Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Viðskipti erlent 20.1.2009 03:00
Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Bankasamningur sá sem sportvörukeðjan JJB Sport gerði við þrjá viðskiptabanka sína í desember mun kosta keðjuna 8,3 milljón pund eða um 1,5 milljarð kr. aukalega í gjöldum. Viðskipti erlent 19.1.2009 16:25
Íhaldsstjóri ráðlagði Bretum að leggja inn á Icesave Michael Spencer fjármálastjóri breska Íhaldsflokksins ráðlagði sveitarstjórnum í Bretlandi að leggja fé sitt inn á Icesave reikninga Landsbankans þar í landi og Edge hjá Kaupþingi. Jafnframt þáði hann umboðslaun frá þessum bönkum fyrir hvern viðskiptavin sem hann útvegaði þeim. Viðskipti erlent 19.1.2009 15:26
Christie´s finnur fyrir kreppunni, rekur 800 starfsmenn Hið þekkta uppboðshús Christie´s finnur fyrir kreppunni eins og önnur alþjóðleg fyrirtæki og hefur nú ákveðið að reka 800 af stasrfsmönnum sínum. Viðskipti erlent 19.1.2009 14:26
Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands. Viðskipti erlent 19.1.2009 13:59