Viðskipti

Sumarflug á fimmtu­dögum til Tallinn

Lettneska flugfélagið airBaltic hefur bætt Tallinn í Eistlandi við sem nýjum áfangastað á áætlun sinni frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Flogið verður vikulega á fimmtudögum milli KEF og Tallin. Fyrsta flug til Keflavíkurflugvallar verður 14. maí 2025. Þetta er annar áfangstaður félagsins frá KEF, en áður hefur airBaltic flogið frá Riga í Lettlandi.

Viðskipti innlent

Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar miðað við fyrstu sex mánuði ársins er jákvæð í fyrsta sinn frá árinu 2019, eða um 196 milljónir króna, sem er 1,1 milljarði króna betri niðurstaða en á sama tímabili 2023. Rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar er sömuleiðis jákvæð um 406 milljónir króna, 7,1 milljarði króna betri en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent

Tryggja selt til Þýska­lands

Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar.

Viðskipti innlent

Lúx verður að Útópíu

Dyrum skemmtistaðarins Lúx hefur verið læst í síðasta skiptið en handan sömu dyra verður nýi skemmtistaðurinn Útópía opnaður á föstudagskvöld. Opnunartíminn verður með breyttu sniði og aldurstakmarkið hækkað.

Viðskipti innlent

Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo

Félagarnir Justin Shouse og Lýður Vignisson sem reka vængjastaðinn Just Wingin' It eru nýkomnir heim frá Buffalo í Bandaríkjunum þar sem þeir unnu annað árið í röð til gullverðlauna í árlegri vængjakeppni á upprunastað skyndibitans vinsæla.

Viðskipti innlent

Kynna niður­stöður Sjálfbærniássins

Niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 verða kynntar þann 4. september kl. 9.15 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og fyrirtækjum sem skara fram úr veitt viðurkenning. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. 

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjálfbærnidagur Lands­bankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans hefst klukkan 09 í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru erindi bankastjóra, forstjóra Eimskips og forstjóra Festi. Þá verða kynningar frá sjálfbærum matvælaframleiðendum. Sýnt verður frá deginum hér á Vísi.

Viðskipti innlent

Treble sækir tæpa tvo milljarða

Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies, sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar, lauk nýverið ellefu milljón evra A fjármögnunarlotu, jafnvirði 1,7 milljörðum króna, með þátttöku erlendra og innlendra fjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til að ráða fleira starfsfólk, efla rannsóknar- og þróunarstarf, skala upp söluteymi og sækja á nýja markaði. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærstu tæknifyrirtæki heims.

Viðskipti innlent

Óttast að fólk kaupi eitruð barna­föt fyrir jólin

Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum.

Neytendur

Gengi Play tók dýfu

Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári.

Viðskipti innlent