Viðskipti

Stjörnugrís sektaður fyrir ís­lenskan fána

Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni.

Neytendur

Lok, lok og læs hjá Gló

Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna.

Viðskipti innlent

Hefð fyrir sumar­gjöf í Ís­lands­banka

Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf.

Viðskipti innlent

Hundrað þúsund kall á haus

Íslandsbanki kemur til með að gefa öllum starfsmönnum sínum 100 þúsund króna sumargjöf. Um 700 manns starfa hjá bankanum, og því er um 70 milljóna króna útgjöld fyrir bankann að ræða.

Viðskipti innlent

Trump græddi milljarða dala í dag

Auður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, jókst um allt að tvo milljarða dala í dag. Það er í kjölfar þess að fyrirtæki hans, Trump Media & Technology Group, var skráð á markað og hefur virði þess aukist verulega í dag. Fyrirtækið heldur utan um rekstur samfélagsmiðilsins Truth Social.

Viðskipti erlent

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.

Neytendur

Fundar með Bankasýslunni í dag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. 

Viðskipti innlent

Bankasýslan þögul sem gröfin

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 

Viðskipti innlent

Verð­bólga eykst á ný

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina.

Viðskipti innlent

Deildar meiningar um hvað sagt var í sím­tali

Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir.

Viðskipti innlent

Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðal­fund Lands­bankans

Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 

Viðskipti innlent

For­stjóri Boeing lætur af störfum fyrir árs­lok

Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna.

Viðskipti erlent

Skál flytur úr mathöllinni

Veitingastaðurinn Skál sem hefur verið til húsa í mathöllinni á Hlemmi verður fluttur á næstunni að Njálsgötu 1. Skál hefur verið mjög vinsæll síðustu árin og hlaut meðal annars Bib Gourmand-viðurkenningu Michelin.

Viðskipti innlent

Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vin­konu á leið í vinnu

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall.

Atvinnulíf

Telja sig hafa gert nóg til að upp­lýsa Bankasýsluna

Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM.

Viðskipti innlent

Banka­ráð Lands­bankans svarar fyrir sig

Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember.

Viðskipti innlent