Áhyggjufullir en óbugaðir 21. september 2004 00:01 Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira