Erlent

Mýs og lyklaborð lesa fingraför

Microsoft hyggst framleiða og markaðssetja innan tíðar tölvumýs og lyklaborð sem verða þeirrar náttúru að þau lesa fingraför. Microsoft hefur með þessu tekið þá stefnu að velja fingraför í stað aðgangskóða til að auðkenna notandann. Með léttum áslætti á rétta staði með réttum fingri veit tölvan hver viðkomandi er og hvaða gögn og forrit sá einstaklingur hefur aðgang að. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×