Erlent

Starfsumsókn í MyDoom veiru

Þrjú ný afbrigði af MyDoom veirunni hafa skotið upp kollinum og þau hafa ekki aðeins að geyma hefðbundnar hættulegar veirur heldur einnig bón um atvinnu. Nýju afbrigðin kallast MyDoom U, V og Q og þau freista þess að sýkja tölvur með svokölluðum trójuhesti, Surila, sem gæfi tölvuþrjótum kleift að taka yfir stjórn tölvur og nota þær ýmist til að senda ruslpóst eða hópsendingar til að kaffæra póstþjóna. Að mati veiruvarnarsérfræðings hjá Sophos tölvuöryggisfyrirtækinu er þessi leið í atvinnuleit hins vegar dæmd til að mistakast því enginn ræður til sín forrita sem er veiruhöfundur. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×