Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar 9. október 2004 00:01 "Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira