Togstreita í stjórnarsamstarfinu 11. september 2004 00:01 Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira