492 spilakassar í Reykjavík 12. nóvember 2004 00:01 Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira