Erlent

Mannfall í Grosní og Kabúl

Einn maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan kjörstað í höfuðborginni Grosní í Tsjetsjeníu í dag. Róstursamt hefur verið í aðdraganda forsetakosninganna en fyrir utan sprenginguna í dag hafa kosningarnar að mestu farið vel fram. Niðurstöðurnar þykja fyrirfram gefnar. Talið er öruggt að sá frambjóðandi sem nýtur stuðnings rússneskra stjórnvalda verði kjörinn. Þá létust að minnsta kosti fimmtán manns í tveimur sprengjuárásum í einu af betri hverfum Kabúl, höfuðborgar Afganistans í dag. Hverfið hýsir mörg alþjóðleg hjálparsamtök. Níu börn létu lífið í þessum árásum og að minnsta kosti þrír Bandaríkjamenn og tveir Afganar. Fjöldi Íslendinga starfar nú í Kabúl en eftir því sem næst verður komist eru þeir allir heilir á húfi. Myndin er frá Kabúl í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×