Erlent

Fuglaflensa geisar enn

Yfirvöld í Víetnam hafa falið óeirðalögreglunni að aðstoða við eftirlit með öllum alifuglaviðskiptum í Ho Chi Minh borg til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu. Þar lést maður í gær úr flensunni og er það tíunda fórnarlamb hennar þar í landi. Læknar telja aðeins tímaspursmál hvenær smitið fer að berast á milli manna en þá gæti brotist úr faraldur og orðið milljónum manna að bana á stórum svæðum í Asíu og jafnvel víðar. Óeirðalögreglumenn eiga meðal annars að skoða upprunavottorð allra fugla sem boðnir eru til sölu og sjá umsvifalaust um eyðingu þeirra sem gætu komið frá sýktum búum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×