Héraðsdómur úrskurðaði í gærkvöldi mann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald eftir að lögregla handtók hann í fyrrinótt þegar eitt kíló af marijúana og talsvert af reiðufé fundust á heimili hans. Þar með eru þrír menn í gæsluvarðhaldi á Akureyri, allir grunaðir um sölu á fíkniefnum og hefur lögregla lagt hald á hálft annað kíló af ýmsum fíkniefnum á aðeins þremur dögum.
