Innlent

Nokkuð greiðfært um Alþingi í hjólastól

MYND/Vilhelm

Aðgengi fatlaðra um Alþingishúsið er ótrúlega gott, þótt enn megi bæta um betur, segir eini þingmaðurinn sem er í hjólastól.

Guðmundur Magnússon tók sæti á Alþingi á miðvikudaginn, en hann er eini alþinginsmaðurinn sem bundinn er við hjólastól. Guðmundur situr á þingi fyrir Vinstri græna, og er varamaður Ögmundar Jónassonar. Guðmundur lætur vel af setunni í hjólastól í hinu gamla og virðulega Alþingishúsi við Austurvöll.

Guðmundur er ekki eini þingmaðurinn sem hefur verið bundinn við hjólastól. Magnús heitnn Kjartansson og Jóhann Hafstein heitinn voru báir bundnir við hjólastóla um tíma. Þeir gæatu ekki frekar en guðmundur, farið í pontu á þinginu, og þurftu því að tala úr sæti sínu.

Fyrir þá var einnig erfitt að feraðst um þinghúsið,. Nú er hins vegar öldin önnur, - nýleg viðbygging við Alþingishúsið hefur breytt miklu um aðgengi fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×