Erlent

74 verkamenn eru taldir af

Á slysstað. Björgunarsveitir leita enn 32 verkamanna sem sagðir eru fastir neðanjarðar.
Á slysstað. Björgunarsveitir leita enn 32 verkamanna sem sagðir eru fastir neðanjarðar.

Talið er að í það minnsta 74 námaverkamenn hafi beðið bana þegar sprenging varð í fyrradag í kolanámu í Hebel-héraði, skammt frá Peking. Þetta er þriðja mannskæða námuslysið í Kína á hálfum mánuði.

Xinhua-ríkisfréttastofan sagði að 188 verkamenn hefðu verið neðanjarðar þegar slysið varð. 82 komust út af eigin rammleik en 32 er enn saknað. Eigendur og stjórnendur námunnar hafa verið handteknir, grunaðir um stórfellda vanrækslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×