Sport

Kári Árnason í hópnum

Landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þeir Ásgeri Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum þann 26. mars í undankeppni heimsmeistaramótsins 2006 og fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum fjörum dögum síðar. Kári Árnason, leikmaður Djurgarden í Svíþjóð, er eini nýliðinn í hópnum en leikjahæstur í liðinu er Hermann Hreiðarsson með 60 leiki en 11 af 18 leikmönnum hafa spilað fleiri en 20 A-landsleiki. Hópurinn: Árni Gautur Arason - Valerenga, 42 leikir Kristján Finnbogason - KR, 19 leikir Hermann Hreiðarsson - Charlton, 60 leikir Brynjar Björn Gunnarsson - Watford, 46 leikir Arnar Þór Viðarsson - Lokeren, 35 leikir Eiður Smári Guðjohnsen - Chelsea, 34 leikir Heiðar Helguson - Watford, 33 leikir Pétur Hafliði Marteinsson - Hammerby IF, 33 leikir Jóhannes Karl Guðjónsson - Leicester, 23 leikir Indriði Sigurðsson - Genk, 22 leikir Ólafur Örn Bjarnason - Brann, 22 leikir Gylfi Einarsson - Leeds, 16 leikir Bjarni Guðjónsson - Plymouth Argyle, 15 leikir Hjálmar Jónsson IFK Göteborg, 9 leikir Kristján Sigurðsson - Brann, 9 leikir Stefán Gíslason - Keflavík, 2 leikir Grétar Rafn Steinsson - Young Boys, 1 leikur Kári Árnason - Djurgarden, 0 leikir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×