Mikil aukning í meðgöngusykursýki 7. apríl 2005 00:01 Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira