Segjast saklausir af nánast öllu 25. apríl 2005 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira