Sport

Benitez segir að Chelsea muni tapa

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki ætla að vera með neina hógværð þegar kemur að leiknum við Chelsea í meistaradeild Evrópu annað kvöld. Á blaðamannafundi í dag var hann spurður út í leikinn við Chelsea og hvort kollegi hans, Jose Mourinho, væri besti framkvæmdastjóri í heimi. Svör Benitez komu mörgum á óvart, en Benitez virðist vera kominn í mikinn vígahug fyrir leikinn. Jose er frábær þjálfari. Hann er búinn að vera að vinna stanslaust í þrjú ár. Það breytist hinsvegar á morgun," sagði Benitez, ákveðinn. "Jose er góður þjálfari með gott lið. Þegar þessir hlutir eru settir saman í einn kokteil, verður útkoman yfirleitt góð. Hann er góður þjálfari, með gott lið - en á morgun munu þeir tapa," sagði Benitez. "Chelsea er með mjög dýrt og vel skipað lið, en við höfum áhorfendur á okkar bandi. Ég myndi segja að bæði lið ættu helmingslíkur á sigri, en við höfum mun minna að tapa en þeir. Það verður ekki auðvelt að sigra Chelsea, þeir eru með sterkt lið sem hefur lagt bæði Bayern Munchen og Barcelona. Við erum hinsvegar með bestu stuðningsmenn á Englandi og þeir geta hjálpað okkur að vinna hvaða lið sem er og sýnt að þeir séu bestu stuðningsmenn í Evrópu," bætti sá spænski við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×