Sport

Chelsea enn að brjóta lögin?

Enska knattpspyrnufélagið Tottenham sem Emil Hallfreðsson leikur hjá hefur rekið hinn danska Frank Arnesen, yfirmann íþróttamála vegna ásakana um að hann hafi átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea. Arnesen viðurkennir að hann vilji fara til Chelsea og er Tottenham að kanna forsendur fyrir lögsókn á hendur Chelsea en þar halda menn því fram að viðræður við Danann hafi farið fram eftir laganna bókstaf. Reglur kveða á um að leyfi þurfi til viðræðna við hvern þann sem er samningsbundinn knattspyrnufélagi. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Chelsea var sektað um 300.000 pund fyrir fyrir að hafa átt fund með varnarmanni Arsenal, Ashley Cole án þess að fá til þess leyfi hjá Arsenal. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea og Cole voru einnig sektaðir og í dómsorði úrvalsdeildarsamtakanna sagði að verði félagið fundið sekt um sömu gjörðir aftur verði þrjú stig dregin af Chelsea á næsta tímabili. Arnesen er þekkur fyrir að vera mjög vel tengdur í knattspyrnunni um allan heim og jafnvel sá besti í að útvega góða knattspyrnumenn. Hann hefur einnig getið sér gott orðspor fyrir að uppgvöta unga leikmenn um allan heim en þessir kostir eru taldir hafa gert hann svo eftirsóttan hjá hinu vellauðuga Chelsea veldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×