Sport

Arnesen rekinn fráTottenham

Tottenham leysti í gær Danann Frank Arnesen frá störfum. Hann hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í eitt ár. Arnesen er sakaður um að hafa átt í leynilegum viðræðum við Chelsea og þar af leiðandi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Chelsea er uppvíst að því að falast ólöglega eftir starfsmönnum sem samningsbundnir eru öðrum félögum. Enska knattspyrnusambandið er með málið í athugun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×