Sport

Chelsea vill fund með Tottenham

Forráðamenn Chelsea hafa óskað eftir fundi með kollegum sínum úr herbúðum Tottenham til að reyna að leysa fjaðrafokið í kring um meintar ólöglegar samningaviðræður Chelsea við Frank Arnesen, yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var rekinn frá félaginu eftir að hafa lýst yfir áhuga sínum á að fara til Chelsea. Málið er hið flóknasta, en enska knattspyrnusambandið hefur ekki enn fengið í hendur formlega kæru frá liði Tottenham, sem er enn að kanna kosti sína í stöðunni. Liðunum tveimur ber ekki saman um málsatvik, en ljóst er að einhver er að fara með rangt mál og atvikið er ekki til að bæta ímynd Chelsea, sem eru á skilorði vegna ólöglegs fundar síns við Ashley Cole.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×