Sport

Cole áfrýjar

Ashley Cole, leikmaður Arsenal hefur áfrýjað dómsúrskurðinum sem gerir honum að greiða 100.000 punda sekt fyrir að hafa átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea um hugsanleg félagaskipti. Jose Mourinho og lið Chelsea fengu einnig sekt fyrir sinn þátt í málinu, en ekki liggur fyrir áfrýjun frá þeirra hendi enn sem komið er. Cole segist ekki búast við að eiga afturkvæmt í herbúðir Arsenal á næstu leiktíð og er þegar farinn að horfa til meginlandsins í von um að finna sér annað lið til að leika með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×