Sport

Synir Glazers í stjórn United

Ameríski auðkýfingurinn Malcom Glazer hefur skipað syni sína þrjá í stjórn Manchester United og í kjölfarið hafa þrír stjórnarmenn félagsins sagt af sér. Glazer á um 76% hlut í félaginu, sem þýðir að hann er nálægt því að vera einráður í starfi sínu, eins og sést á þessu nýjasta bragði hans. Synir hans heita Joel, Avram og Bryan Glazer og hafa komið eitthvað nálægt stjórnarstörfum áður, en forvitnilegt verður að sjá hvernig þeim tekst til í að stjórna knattspyrnufélagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×