Íslenski boltinn

Riftir samningi sínum við Val

Matthías Guðmundsson
Matthías Guðmundsson

Knattspyrnumaðurinn Matthías Guðmundsson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Val og sagt upp samningnum í von um að eiga auðveldara með að komast út í atvinnumennsku. Matthías heldur í dag til Árósa í Danmörku þar sem hann mun æfa í tæplega vikutíma með liði AGF.

„Í mínu tilfelli met ég það svo að það sé betra fyrir mig að vera ósamningsbundinn. Ég er til dæmis nokkuð viss um að AGF er ekki tilbúið að kaupa mig, og á það við um fleiri félög. Það segir sig sjálft að þau vilja frekar fá leikmenn sem kosta ekki neitt,“ segir Matthías og fer ekki leynt með það markmið sitt að koma sér að hjá erlendu liði en einnig hafa lið frá Noregi sýnt vængmanninum fljóta nokkurn áhuga.

Athygli vekur að þessi taktík Matthíasar er sú sama og samherji hans hjá Val, Baldur Aðalsteinsson, beitti í fyrra, en svo fór að hann skrifaði á endanum undir nýjan samning við Hlíðarendafélagið. Aðspurður um hvort leiðin liggi aftur á heimaslóðir í Val, fari svo að draumurinn um atvinnumennsku rætist ekki, sagði Matthías: „No comment.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×