Menning

Harry Potter feigur

Harry Potter fæstir telja að Harry lifi af í næstu bók.
Harry Potter fæstir telja að Harry lifi af í næstu bók.

Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort.

Höfundur bókanna um Potter, J.K. Rowling, hefur gefið það sterklega í skyn að aðalpersónan láti lífið í þessari síðustu bók seríunnar. Snape, Draco Malfoy og Ron Weasley eru einnig nefndir sem líklegir banamenn Harrys.

Veðmangarar hafa áður boðið upp á veðmál af þessu tagi, en ráðgátan um hver skaut JR Ewing í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Dallas, varð tilefni þess að miklum upphæðum var eytt í veðmál á áttunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×