Fótbolti

Calderon ekki búinn að gefast upp

Kaka er einn besti miðjumaður heimsins í dag
Kaka er einn besti miðjumaður heimsins í dag

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins.

Calderon lofaði að kaupa Kaka til Real þegar hann tók við sem forseti, en var fyrir nokkru búinn að gefa upp alla von í því sambandi og sagði í kjölfarið að skrifað yrði á legstein sinn - "Hér hvílir maðurinn sem tókst ekki að kaupa Kaka."

Nú er hlaupið nýtt líf í viðleitni kappans og á fundi með stuðningsmönnum Real á dögunum sagðist Calderon enn ekki hafa gefið upp alla von með að landa miðjumanninum frábæra. "Við erum búnir að skrifa undir stærsta sjónvarpssamning í sögu íþrótta og hann gerir okkur kleift að kaupa bestu leikmenn í heimi. Kannski þarf ég ekki að láta skrifa þessi orð á legsteininn minn eftir allt saman. Ég var ekki að grínast þegar ég sagðist ætla að kaupa Kaka og það kemur fljótlega í ljós hvort af því verður eða ekki," sagði Calderon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×