Fótbolti

Cannavaro fær Gullknöttinn

Sýnt þykir að Cannavaro fái Gullknöttinn í kvöld, en valið að þessu sinni þykir mjög umdeilt
Sýnt þykir að Cannavaro fái Gullknöttinn í kvöld, en valið að þessu sinni þykir mjög umdeilt NordicPhotos/GettyImages

Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld.

Fréttir herma að Cannavaro hafi hlotið 173 atkvæði frá evrópskum íþróttafréttamönnum og að landi hans Gianluigi Buffon hafi orðið annar í kjörinu með 124 atkvæði. Thierry Henry er sagður vera þriðji - hársbreidd á eftir markverðinum Buffon.

Ronaldinho er sagður fjórði með 73 atkvæði og félagi hans Samuel Eto´o stjötti með 67 atkvæði. Þar á milli er Zinedine Zidane með 71 atkvæði. Aðrir leikmenn sem náðu á topp 10 eru Miroslav Klose, Didier Drogba, Andrea Pirlo og Jens Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×