Fótbolti

Nedved hótar að hætta

Nedved er æfur yfir fimm leikja banninu sem á hann var lagt í gær
Nedved er æfur yfir fimm leikja banninu sem á hann var lagt í gær AFP

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu.

"Zinedine Zidane fékk þriggja leikja bann fyrir að skalla mann og ég spyr því, fyrir hvað í ósköpunum fékk ég fimm leikja bann? Ef þetta á fram að ganga - hætti ég bara í fótbolta," sagði Nedved við umboðsmann sinn, sem er sammála skjólstæðingi sínum.

"Nedved sagði mér að hann ætlaði alls ekki að gangast við þessum dómi og sagði að dómarinn væri lygari. Hann segist ekki hafa móðgað dómarann og hafi hann stigið á fótinn á honum, hafi það verið óvart," sagði umboðsmaðurinn. Juventus ætlar að áfrýja dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×