Fótbolti

Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn

Rijkaard kom félaga sínum Van Basten til varnar í gær
Rijkaard kom félaga sínum Van Basten til varnar í gær NordicPhotos/GettyImages

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær.

Louis van Gaal er gamalreyndur þjálfari og stýrir nú liði AZ Alkmaar í Hollandi. Hann lét hafa það eftir sér á dögunum að Van Basten væri að sínu mati ekki góður landsliðsþjálfari. Van Gaal, sem sjálfur er fyrrum landsliðsþjálfari, hefur vakið mikla reiði landa sinna með þessum orðum sínum.

"Van Gaal ætti að skammast sín fyrir að láta svona út úr sér og suma hluti lætur maður ekki hafa eftir sér í fjölmiðlum - þó maður segi þá kannski við vini sína. Hvað heldur Van Gaal að hann fái fram með þessu? Er hann kannski gagngert að reyna að gera löndum sínum og kollegum lífið leitt? Ég held að Van Gaal ætti bara að hugsa um sitt eigið lið og láta aðra menn í friði með sín störf. Það er nú ekki eins og hann eigi svo glæsilega hluti að baki með landsliðinu, enda komst það ekki einu sinni á HM undir hans stjórn," sagði Rijkaard reiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×