Menning

Þriðja táknið í Evrópu

Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur í dag út í Þýskalandi og hefur þegar verið dreift í nærri 30 þúsund eintökum í verslanir, en fyrsta prentun var 40 þúsund eintök og önnur prentun, 15 þúsund til, er væntanleg fljótlega. Yrsa er stödd í Þýskalandi um þessar mundir að fylgja eftir útgáfunni eftir. Hún mætir á Mord am Hellweg en það er stærsta glæpasagnahátíð Evrópu og les upp í sendiráði Íslands í Berlín. Fischer Verlag, sem gefur söguna út, festi kaup á næstu bók Yrsu sem nefnist Sér grefur gröf.

Þriðja táknið er nú komið á markað í átta Evrópulöndum; grísk útgáfa væntanleg nú í byrjun nóvember, svo tékknesk og slóvensk. Alls hefur Veröld samið um útgáfu á 25 tungumálum um allan heim.

Næsta bók Yrsu, Sér grefur gröf, sem kemur út nú í nóvember, hefur meðal annars verið seld til Bandaríkjanna, Bretlands, Spánar, Ítalíu, auk Þýskalands.

Viðtökur erlendis við Þriðja tákninu hafa verið góðar. Sænska vikuritið Allas segir að þetta sé „skemmtileg morðsaga eftir nýja glæpasagnadrottningu". Gagnrýnandi Politiken sagði Þriðja táknið heillandi íslenska glæpasögu og að hann biði spenntur eftir næstu bók Yrsu. Spænski netmiðillinn www.livra.com gaf Þriðja tákninu fjórar stjörnur, sömuleiðis www.crimezone.nl í Hollandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×