Innlent

Ferjuhöfn á Bakkafjöru óhugsandi nema sandfok sé heft

Vestmannaeyjar eru í aðeins 5 km fjarlægð frá Bakkafjöru
Vestmannaeyjar eru í aðeins 5 km fjarlægð frá Bakkafjöru MYND/Landgræðslan

Landgræðslan segir, að ferjuhöfn fyrir Vestmannaeyjar í Bakkafjöru á Landeyjasandi sé óhugsandi nema það takist að hefta sandfok í nágrenninu. Stýrihópur vegna forhönnunar nýrrar ferjuhafnar hefur snúið sér til Landgræðslunnar til að fá áætlun um nauðsynlega uppgræðslu lands vegna umferðar að og frá höfninni. Sandbyljir eru afar tíðir þarna og Landgræðslan segir ljóst, að hefting sandfoks þar sé sé stórt og erfitt verkefni, en alls ekki óframkvæmanlegt.

Í frétt um málið á vef Landgræðslunnar segir að íslenska melgresið sé eina plantan sem tiltæk er til þess að hefja uppgræðsluaðgerðir á þessu svæði, og að síðasta haust hafi verið safnað um 12 tonnum af ágætu fræi.

Landgræðslan ætlar að auglýsa eftir heyrúllum frá bændum til uppgræðsluverkefna á sandinum og er að að hefja tilraunir með notkun jarðvegsbindiefna samhliða sáningu melfræsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×