Garðar Thór og Katherine Jenkins á ferð um Bretland 10. október 2006 15:00 Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/ Lífið Menning Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/
Lífið Menning Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira