Innlent

Sjö fræðimenn fá afnot af Jónshúsi

Sjö fræðimenn fá afnot af húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 16 umsóknir og því færri sem komust að en vildu. Þessir fræðimenn fengu afnot af íbúðinni:

Bjarnheiður Guðmundsdóttir til að rannsaka forvarnir gegn bakteríusjúkdómum í fiskeldi.

Gísli Pálsson til að vinna að rannóknum á viðhorfum til votlendis.

Guðrún Marteinsdóttir til að rannsaka áhrif umhverfis á útbreiðslu þorsks og annarra fiskistofna.

Helgi Þorláksson til að vinna að rannsókn á sögu utanlandsverslunar Íslands.

Páll Thodórsson til að rannsaka sögu tækniþróunar og brautryðjenda.

Róbert Spanó til að vinna að rannsóknum á þróun í danskri dómaframkvæmd, skrifum fræðimanna og kennsluháttum í lögskýringarfræði.

Sigfinnur Þorleifsson til að rannsaka áhrif helgiathafna í úrvinnslu sorgar.

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×