Fótbolti

Barcelona þarf ekki nýjan sóknarmann – þeir eiga annan Messi

Giovani líður best í frjálsri stöðu fyrir aftan sóknarmennina og þykir vera einskonar blanda af Ronaldinho og Kaka sem leikmaður.
Giovani líður best í frjálsri stöðu fyrir aftan sóknarmennina og þykir vera einskonar blanda af Ronaldinho og Kaka sem leikmaður.

Mikið hefur rætt og skrifað um nauðsyn þess að Barcelona fái til sín nýjan sóknarmann í fjarveru Samuel Eto´o og Lio Messi. En færri vita að með spænskum ríkisborgararétt Rafel Marques hafa opnast dyr fyrir 17 ára undrabarn í herbúðum liðsins - hinn 17 ára gamla Giovani.

Giovani þessi heitir fullu nafni Giovani Dos Santos og kemur frá Mexíkó. Hann hefur verið í herbúðum Barcelona frá táningsaldri og þykir ótrúlegt náttúrubarn í íþróttinni - ekki ósvipaður Lionel Messi. Giovani hefur hins vegar liðið fyrir að aðeins er heimilt að nota þrjá leikmenn utan evrópska efnahagssvæðisins í spænska boltanum, og hafa Rafael Marques, Eto´o og Ronaldinho tekið þau pláss á síðustu tímabilum. Hins vegar bendir nú allt til að sá fyrstnefndi fái spænskan ríkisborgararétt á næstu dögum og gæti það því opnað leið fyrir Giovani inn í aðallið Barcelona.

Stjórinn Frank Rijkaard hefur enn sem komið er þráast við að gefa Giovani eldskírn sína en í fjarveru Messi næstu vikur gæti Hollendingurinn ekki átt annara kosta völ en að bæta hinum 17 ára gamla alhliða sóknarmanni inn í hópinn. Giovani lék talsvert með Barcelona á undirbúningstímabilinu og þótti þá með bestu mönnum liðsins; skoraði meðal annars ótrúlegt mark gegn Aarhus á undirbúningstímabilinu sem hægt er að sjá hér:

http://www.youtube.com/results?search_query=giovani+AND+barcelona






Fleiri fréttir

Sjá meira


×