Innlent

Útvarpsstjóri ekur á tvöfalt dýrari bíl en ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útvarpsstjóri hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta.
Útvarpsstjóri hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta. Mynd/ Stöð 2
Glæsibifreiðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur er meira en tvöfalt dýrari en bifreiðin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur til umráða.

Vísir greindi frá því í morgun að útvarpsstjóri ekur um á Audi Q7 bifreið.  Slík bifreið kostar rúmar níu milljónir króna. Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði vegna bílsins.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ekur hins vegar um á þriggja lítra Audi A6. Sú tegund er ekki framleidd lengur. Samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu Heklu kostar sambærilegur bíll rétt undir 4,5 milljónum sé hann keyptur nýr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×