Viðskipti erlent

Gengi Google aldrei hærra

Afkoma netleitarrisans Google keyrði markaðsverðmæti fyrirtækisins yfir 12.000 milljarða króna markið í gær.
Afkoma netleitarrisans Google keyrði markaðsverðmæti fyrirtækisins yfir 12.000 milljarða króna markið í gær. MYND/AFP

Hagnaður bandaríska netleitarrisans Google nam tæpum 1,1 milljörðum dala, rúmum 66 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er heilum 46 prósentum meira en félagið skilaði í kassann í fyrra og nokkru yfir væntingum markaðsaðila.

Gengi hlutabréfa í Google hækkaði um tvö prósent á fjármálamarkaði í gærmorgun og fór í tæpa 700 dali á hlut. Það hefur aldrei verið hærra. Markaðsverðmæti fyrirtækisins, sem stofnað var fyrir níu árum, hefur hækkað ár frá ári og nemur nú rúmum tvö hundruð milljörðum dala, jafnvirði tólf þúsund milljörðum íslenskra króna. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×