Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.
Nistelrooy kom gestunum yfir strax á 5. mínútu leiksins en Messi jafnaði á 11. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Nistelrooy Real yfir á ný með marki úr vítaspyrnu en aftur jafnaði Messi á 28. mínútu.