Körfubolti

Spenna á Spáni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grikkir áttu góðan leik gegn Slóvenum.
Grikkir áttu góðan leik gegn Slóvenum.

Litháen og Grikkland komust í kvöld í undanúrslitin á Evrópumótinu í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins en með þeim lauk átta liða úrslitum keppninnar.

Litháen vann Króatíu 74-72 í miklum spennuleik. Zoran Planinic fékk tvö vítaköst í lokin og gat jafnað fyrir Króatíu en honum brást bogalistin. Darius Songaila var stigahæstur í liði Litháen með tuttugu stig en hjá Króatíu var það Planinic með sextán.

Ekki var síður spenna í leik Grikklands og Slóveníu þar sem úrslitin voru nokkuð óvænt. Grikkir skoruðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu 63-62. Theodoros Papaloukas var stigahæstur í liði Grikkja með sautján stig.

Undanúrslitaleikirnir fara fram annað kvöld.

Undanúrslit:

Spánn - Grikkland

Rússland - Litháen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×