Erlent

ESB og Kína í viðræðum

MYND/AP

Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu.

20 ár eru nú liðin síðan að síðast samstarfssamningur Kína og Evrópusambandsins var undirritaður og því þykir ljóst að nauðsynlegt er að semja upp á nýtt. Evrópusambandið hefur lengi kvartað við Kínverja vegna margvíslegra brota á höfundarrétti sem framin eru þar í landi og á skólinn og hið nýja samkomulag að taka á hvers kyns fölsunum hljóð- og myndefnis.

Umhverfið er einnig á dagskránni og ætlar Evrópusambandið sér að fá Kínverja til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×