Emil og félagar unnu langþráðan sigurNordicPhotos/GettyImages
Emil Hallfreðsson og félagar í Reggina unnu loks sinn fyrsta sigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Genoa 2-0 á heimavelli sínum. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina í dag og með sigrinum lyfti liðið sér úr botnsætinu.