Innlent

Lögreglubíll hefur bilað 58 sinnum á tveimur árum

Frá Búðardal.
Frá Búðardal. MYND/Pjetur

Lögreglubíllinn á Búðardal hefur bilað 58 sinnum á síðustu tveimur árum sem þýðir að bílinn hefur verið á verkstæði tvisvar í mánuði á tímabilinu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns og sagt að bíllinn standi einmitt nú á verkstæði og bíði varahluta. Bifreiðin er af gerðinni Isuzu Trooper árgerð 2000 og hefur verið ekið ríflega 272 þúsund kílómetra. Haft er eftir varðstjóranum á Búðardal að bifreiðin hafi nánast frá upphafi verið gallagripur hinn mesti en hann veit ekki hversu mikið viðgerðirnar hafi kostað. Augljóst sé þó að kostnaðurinn sé gríðarlegur. Þessa dagana ekur varðstjórinn á gamalli lögreglubifreið úr Borgarnesi en lögregluumdæmið í Búðardal var um áramótin fært undir lögreglustjórann í Borgarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×