Viðskipti erlent

Fleiri farþegar flugu með Finnair

Ein af vélum Finnair.
Ein af vélum Finnair.
Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar.

Finnair mun frá og með júní í sumar fljúga fimm sinnum í viku til Mumbai á Indlandi auk þess sem ferðum til Nýju-Delí verður fjölgað úr þremur í sjö í viku hverri. Auk þessa verða fleiri ferðir farnar á öðrum flugleiðum til Hong Kong og til fleiri borga í Kína frá og með maí og ferðum fjölgað til fleiri landa í Asíu í júní.

Að sögn fréttastofunnar Associated Press reiknar Finnair með allt að 30 prósenta farþegaaukningu til Asíu á þessu ári og mun vegna þessa ætla að bæta tveimur Airbus A340 farþegaþotum við flugflota sinn í júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×