Sködduð mæna löguð með nanótækni 9. maí 2007 17:00 Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. MYND/gettyimages Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu. Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu.
Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira