Viðskipti erlent

Nokia hvetur til orkusparnaðar

Hvetur fólk til að taka hleðslutækin
úr sambandi
Hvetur fólk til að taka hleðslutækin úr sambandi

Nokia hefur sett af stað hvatningarherferð sem fyrirtækið áætlar að muni spara jafnmikla orku á ári og 85 þúsund heimili nota árlega. Áætlunin er einföld.

Nokia vill að fólk taki hleðsutækin sín úr sambandi um leið og búið er að hlaða símann. Til stuðnings herferðinni kynnir Nokia til sögunnar nýja síma, Nokia 1200, Nokia 1650 og Nokia 1209, sem hafa innbyggt aðvörunarkerfi sem minnir fólk á að taka hleðslutækið úr sambandi þegar búið er að hlaða símann.

Til stendur að setja þessa aðvörun í alla síma Nokia í framtíðinni. Fyrirtækið stefnir jafnframt á að hleðslutækin sem það framleiðir muni nota um 50 prósentum minni orku en þau gera nú, fyrir árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×