Viðskipti erlent

Mjór ránfiskur

Nokia hefur sett símann Barracuda á markaðinn . Finnska símafyrirtækið Nokia hefur svipt hulunni af hinum nýja og næfurþunna Barracudafarsíma sem einnig er með ódýrara móti, kostar undir 100 evrur í Evrópu. Barracuda-farsíminn, sem einnig heitir Nokia 2630, er aðeins minni en sentímetri að breidd, útbúinn myndavél og „Bluetooth"-tækni.

Fyrirtækið, sem selur meira en þriðjung allra farsíma í heiminum, býst við að stækka enn frekar á þessu ári, eða allt að tíu prósent, og framleiða þannig 978 milljónir síma í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×