Viðskipti erlent

Dell býður tölvur með Linux

Dell mun bjóða uppá tölvur með Linux stýrikerfinu uppsettu.
Dell mun bjóða uppá tölvur með Linux stýrikerfinu uppsettu.

Tölvuframleiðandinn Dell hefur tilkynnt að þrjár nýjar tölvur, þar á meðal ein tegund fartölva frá þeim verði seldar með hinu opna Linux stýrikerfi fyrirfram uppsettu.

Þetta er gert vegna fjölda áskoranna frá Linux áhugamönnum, sem vildu geta keypt sér tölvu með stýrikerfinu.

Fyrr í þessum mánuði fór Dell í samstarf með Microsoft og Novell, framleiðanda Linux, sem ætlað er að gera Linux kleyft að vinna með Windows stýrikerfinu á netþjónum.

Linux er eitt vinsælasta afbrigðið af opnum hugbúnaði. Ólíkt einka- eða lokuðum hugbúnaði, geta forritarar deilt á milli sín kóða og bætt sjálfir við aðgerðum í opna hugbúnaði. Notendur greiða aðeins fyrir sérhæfða eiginleika, viðhald og tæknilega aðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×