Viðskipti erlent

Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð

MYND/AP
Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði.

Skárinn er fjölsnertiskjár og gerir notendanum kleyft að snerta marga fleti á skjánum í einu. Eitt dæmi um það er síminn iPhone sem Apple sendir frá sér í sumar. Borðtölvan frá Microsoft mun kosta á bilinu 300 til 600 þúsund íslenskar krónur og verður með 30 tommu skjá. Fyrirtækið ætlar sér þó að framleiða ódýrari heimilisútgáfu eftir þrjú til fimm ár.

Microsoft segir að nokkrir notendur geti unnið á tölvuna í einu. Hún verður fyrst sett upp á Sheraton hótelum og farsímabúðum T-mobile í nóvember næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×